Ekkert jóga fyrir múslima

Jógaiðkun er vinsæl um allan heim
Jógaiðkun er vinsæl um allan heim DANIEL MUNOZ

Íslamskur dómstóll í Malasíu gaf í dag út tilskipun þess efnis að Múslimum væri meinað að stunda jóga, með þeim rökum að ýmis atriði úr hindúisma sem einkenna jóga gætu spillt þeim.

Formaður dómstólsins, Abdul Shukor Husin, sagði að fjölmargir Múslimar gerðu sér ekki grein fyrir því að meginmarkmið jóga væri að verða eitt með guði sem tilheyrði annarra trú en þeirra. Fjölmargir jógaiðkendur halda því hinsvegar staðfastlega fram að jóga þurfi ekki að hafa neitt með trúarbrögð að gera.

„Við erum þeirrar skoðunar að jóga, sem á rætur sínar að rekja í hindúisma, sameini líkamlega hreyfingu, trúarleg undirstöðuatriði, söngl og dýrkun í þeim tilgangi að ná innri friði og á endanum verða einn með guði,“ sagði Abdul Shukor.

Tilskipunin hefur reitt marga til reiði. Hann þykir endurspegla vaxandi áhrif íhaldsamra Íslamista í Malasíu þar sem kínverskir og indverskir minnihlutahópar hafa krafist aukinn réttinda.  Aðgerðarsinnin Marina Mahathir spurði hvað yrði eiginlega bannað næst. „Hvað verður næst? Líkamsræktarstöðvar? Á flestum líkamsræktarstöðvum æfa karlar og konur hlið við hlið. Verður það ekki leyft lengur?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir