AP World ItemKarlmaður hefur höfðað mál gegn McDonald's Corp. í Bandaríkjunum eftir að hann gleymdi símanum sínum á hamborgarastað í Arkansas og nektarmyndir af eiginkonu hans, sem voru í símanum, enduðu á netinu.
Málið er höfðað gegn móðurfélagi McDonald's, eiganda staðarins og framkvæmdastjóra. Krefst maðurinn 3 milljóna dala, jafnvirði 420 milljóna króna, í miskabætur fyrir þjáningar, vandræði og kostnað við flutning en nafn, heimilisfang og símanúmer konunnar voru birt með myndunum.
Í málsskjölum kemur fram að Phillip Sherman gleymdi símanum á hamborgarastað í Fayetteville í júlí og að starfsmenn staðarins hafi lofað að geyma símann þar til Sherman kæmi að sækja hann.
Í kjölfarið fór Tina Sherman að fá dónaleg símtöl og SMS um myndir á netinu. Síðan komust þau hjón að því, að myndir, sem konan hafði sent manni sínum í símann, voru komnar á netið.