Ætla að mótmæla á Íslandi

Þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey í kuldanum í Moskvu …
Þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey í kuldanum í Moskvu í dag. AP

Tvær kon­ur, sem eru fé­lag­ar í dýra­vernd­ar­sam­tök­un­um PETA, stóðu í dag fá­klædd­ar í kuld­an­um í miðborg Moskvu vildu með því leggja áherslu á bar­áttu sam­tak­anna gegn loðdýra­rækt. Sögðust kon­urn­ar vera á leið til Finn­lands og Íslands þar sem þær ætla að mót­mæla með sín­um hætti.

„Elskið okk­ur, ekki klæðast okk­ur," stóð á spjöld­un­um sem þær Lisa Franzetta og Lauren Bowey skýldu nekt sinni með í Moskvu í dag. 

Þær viður­kenndu að þeim væri svo­lítið kalt, „en það er ekk­ert miðað við það sem dýr­in þurfa að þola. Þau eru í búr­um í öll­um veðrum. Á sumr­in er hræðilega heitt og þeim líður illa í þrengsl­un­um. Á vet­urna þurfa þau að þola aðstæður eins og þess­ar," sagði Lauren. 

Lisa er frá Kalíforn­íu og Lauren er frá Ástr­al­ía en á báðum þeim stöðum er nú sum­ar­hiti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert galsafengnari og hrekkjóttari en oft áður þessa dagana. Ef þú æðir áfram án þess að skeyta um áhrif þess á fólkið í kringum gæti það ógnað vináttu þinni við einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú ert galsafengnari og hrekkjóttari en oft áður þessa dagana. Ef þú æðir áfram án þess að skeyta um áhrif þess á fólkið í kringum gæti það ógnað vináttu þinni við einhvern.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar