Ekki segja vinan

Gæluyrði verða nú sett á bannlista hjá bresku hjúkrunarfólki.
Gæluyrði verða nú sett á bannlista hjá bresku hjúkrunarfólki. Reuters

Það er móðgandi við eldri sjúklinga að kalla þá vinan eða elskan samkvæmt nýjum vinnureglum sem breska hjúkrunar- og ljósmóðurfélagið hefur sent frá sér.

Hjúkrunarkonur og -menn eiga að tala af „kurteisi og virðingu“ og kalla sjúklingana því nafni sem þeir kjósa, segir í nýju reglunum. Gæluyrði eru þó leyfileg við viss tilefni, t.d. þegar þau eru hluti daglegs máls og einkennilegt myndi virðist að sleppa þeim.

Breski íhaldsflokkurinn segir reglugerðina „fáránlega.“

Reglugerðinni, sem tekin verður fyrir á fundi félagsins í næstu viku, er ætlað að ráða gegn hegðun sem gæti virkað yfirlætisleg. Góð samskiptahæfni sé nefnilega meðal nauðsynlegustu eiginleika sem hjúkrunarfólk búi yfir. Dr Peter Carter, sem er yfir Royal College of Nursing skólanum sagði við BBC: „Við styðjum þessa reglugerð fullkomlega. Allir eiga rétt á að komið sé fram við þá af virðingu og með sæmd og það á ekki að breytast þegar kemur að heilbrigðisþjónustu.“

Í nýlegri könnun kom sem gerð var meðal 2.000 hjúkrunarstarfsmanna kom í ljós að átt af hverjum tíu hafði farið i uppnámi úr vinnunni vegna þess að honum reyndist illmögulegt að sýna einhverjum sjúklingi þá virðingu sem hann átti skilið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar