Grunaður fjöldamorðingi hyggst gefa út plötu

Um þess­ar mund­ir er réttað í máli indó­nes­ísks karl­manns sem er grunaður um hroll­vekj­andi fjölda­morð. Nú hef­ur komið í ljós að maður­inn hyggst gefa út plötu með pop­p­lög­um.

Verry Idham Heny­an­syah, sem er einnig þekkt­ur und­ir nafn­inu Ryan, get­ur átt von á því að verða dæmd­ur til dauða verði hann fund­inn sek­ur. Hann er sakaður um að hafa myrt 11 manns, þar á meðal lítið barn.

Þá fund­ust lík 10 meintra fórn­ar­lamba Heny­an­syah graf­in í bak­g­arðinum heima hjá for­eldr­um hans í Aust­ur-Java.

Heny­an­syah tjáði blaðamönn­um ný­verið að hann sé nú að taka upp 12 laga plötu sem er sung­in á indó­nes­ísku og java-máli. 

„Herra John bauð mér plötu­samn­ing. Ég hef þegar und­ir­ritað hann,“ sagði  Heny­an­syah. Hann hyggst gefa út plöt­una í næsta mánuði. Ekki er vitað hvað plat­an eigi að heita eða hvaða lög hann hyggst syngja.

Verj­andi Heny­an­syah seg­ir að skjól­stæðing­ur sinn hafi unnið að gerð plöt­unn­ar frá því í júlí.

Hann bend­ir á að málið sé afar stórt og að saga Heny­an­syah, og allt sem teng­ist hon­um, njóti vin­sælda og selj­ist vel. Marg­ir hafa búið til hljóðsnæld­ur eða bæk­ur sem teng­ist hon­um.

Lög­regl­an hand­tók Heny­an­syah í júlí eft­ir að hún hafði fundið poka með lík­ams­pört­um í. Pok­inn lá við veg í Djakarta, höfuðborg Indó­nes­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant