Grunaður fjöldamorðingi hyggst gefa út plötu

Um þessar mundir er réttað í máli indónesísks karlmanns sem er grunaður um hrollvekjandi fjöldamorð. Nú hefur komið í ljós að maðurinn hyggst gefa út plötu með popplögum.

Verry Idham Henyansyah, sem er einnig þekktur undir nafninu Ryan, getur átt von á því að verða dæmdur til dauða verði hann fundinn sekur. Hann er sakaður um að hafa myrt 11 manns, þar á meðal lítið barn.

Þá fundust lík 10 meintra fórnarlamba Henyansyah grafin í bakgarðinum heima hjá foreldrum hans í Austur-Java.

Henyansyah tjáði blaðamönnum nýverið að hann sé nú að taka upp 12 laga plötu sem er sungin á indónesísku og java-máli. 

„Herra John bauð mér plötusamning. Ég hef þegar undirritað hann,“ sagði  Henyansyah. Hann hyggst gefa út plötuna í næsta mánuði. Ekki er vitað hvað platan eigi að heita eða hvaða lög hann hyggst syngja.

Verjandi Henyansyah segir að skjólstæðingur sinn hafi unnið að gerð plötunnar frá því í júlí.

Hann bendir á að málið sé afar stórt og að saga Henyansyah, og allt sem tengist honum, njóti vinsælda og seljist vel. Margir hafa búið til hljóðsnældur eða bækur sem tengist honum.

Lögreglan handtók Henyansyah í júlí eftir að hún hafði fundið poka með líkamspörtum í. Pokinn lá við veg í Djakarta, höfuðborg Indónesíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar