Pólskur píanóleikari hefur þreytt frumraun sína á leiksviði í Bretlandi, 26 árum eftir dauða sinn. Höfuðkúpa mannsins var notuð í uppsetningu leikritsins Hamlets, sem Konunglega Shakespeare leikfélagið setti upp í sumar.
André Tchaikowsky lét eftir sig erfðaskrá þar sem hann fór fram á að hauskúpa hans yrði látin leikhúsinu í té til að nota við uppsetningar á leikritum.
„Við vonum að hann hefði orðið ánægður með að hinsta ósk hans hefur nú verið uppfyllt," sagði David Howells, sýningarstjóri leikfélagsins.
Höfuðkúpan hefur verið notuð á æfingum hjá félaginu frá árið 1982 en var notuð í fyrsta skipti í sumar og haust í sýningum á Hamlet. Nú hefur sýningum á verkinu verið hætt og þá ákvað leikfélagið að upplýsa hvaðan hauskúpa Jóríks í leikritinu kom.
http://andretchaikowsky.com