Lúsin er að verða ónæm fyrir lyfjum

Ónæmis er farið að gæta hjá höfuðlús gegn þeim lúsadrepandi efnum sem notuð hafa verið um langt skeið. Þetta hefur til dæmis verið staðfest í Danmörku með rannsóknum.

Á fundi sem haldinn var í Svíþjóð fyrir skömmu var stofnaður samstarfshópur höfuðlúsarsérfræðinga, einn frá hverju landi. Markmið samstarfshópsins er að samræma meðferðarleiðbeiningar, standa saman að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á höfuðlúsinni, samræma átaksverkefni og þjálfun þeirra sem koma að slíkum málum og halda uppi umræðu um málefnið. Fulltrúi Íslands í hópnum er Ása St. Atladóttir sýkingavarnahjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu.

Að sögn Ásu hefur það verið þekkt í nokkurn tíma, að ónæmi gegn lúsalyfjum hefur verið að aukast.

Þessi þróun hefur verið staðfest með rannsóknum erlendis en engar slíkar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi. Að sögn Ástu var sú stefnubreyting gerð árið 2004 að fólki var ráðið frá því að nota algengt sjampó en að færa sig þess í stað í sterkari lausnir. Brögð voru að því að fólk taldi sig fara eftir öllum leiðbeiningum varðandi notkun á sjampóinu, en engu að síður sat lúsin sem fastast í hárinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar