Bannað að stinga Vúdú-Sarkozy

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Reuters

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að það megi halda áfram að selja vúdúdúkkur í líki Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Dómstóllinn segir hins vegar að merkimiði verði að fylgja með dúkkunum sem á standi að það sé ærumeiðandi gagnvart forsetanum að stinga þær.

Lögmaður Sarkozy hefur farið fram á það að dúkkurnar verði teknar úr sölu. Hann segir að forsetinn, líkt og aðrir, eigi réttinn á sinni eigin ímynd.

Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hins vegar fyrri úrskurð þar sem fram kemur að það sé í lagi að selja dúkkurnar. Þetta sé gert í nafni tjáningarfrelsisins.

Dómstólinn hefur hins vegar fyrirskipað útgáfufyrirtækinu K&B Editions, sem gefur út dúkkuna, að bæta við viðvörun þar sem segir að það jafngildi árás á æru forsetans að stinga dúkkuna með nálum.

Með dúkkunni fylgir vúdú-leiðbeiningar og 12 nálar. Hún kostar um 2.300 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir