Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að það megi halda áfram að selja vúdúdúkkur í líki Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Dómstóllinn segir hins vegar að merkimiði verði að fylgja með dúkkunum sem á standi að það sé ærumeiðandi gagnvart forsetanum að stinga þær.
Lögmaður Sarkozy hefur farið fram á það að dúkkurnar verði teknar úr sölu. Hann segir að forsetinn, líkt og aðrir, eigi réttinn á sinni eigin ímynd.
Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hins vegar fyrri úrskurð þar sem fram kemur að það sé í lagi að selja dúkkurnar. Þetta sé gert í nafni tjáningarfrelsisins.
Dómstólinn hefur hins vegar fyrirskipað útgáfufyrirtækinu K&B Editions, sem gefur út dúkkuna, að bæta við viðvörun þar sem segir að það jafngildi árás á æru forsetans að stinga dúkkuna með nálum.
Með dúkkunni fylgir vúdú-leiðbeiningar og 12 nálar. Hún kostar um 2.300 kr.