Bannað að stinga Vúdú-Sarkozy

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Reuters

Áfrýjunardómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að það megi halda áfram að selja vúdúdúkkur í líki Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Dómstóllinn segir hins vegar að merkimiði verði að fylgja með dúkkunum sem á standi að það sé ærumeiðandi gagnvart forsetanum að stinga þær.

Lögmaður Sarkozy hefur farið fram á það að dúkkurnar verði teknar úr sölu. Hann segir að forsetinn, líkt og aðrir, eigi réttinn á sinni eigin ímynd.

Áfrýjunardómstóllinn staðfestir hins vegar fyrri úrskurð þar sem fram kemur að það sé í lagi að selja dúkkurnar. Þetta sé gert í nafni tjáningarfrelsisins.

Dómstólinn hefur hins vegar fyrirskipað útgáfufyrirtækinu K&B Editions, sem gefur út dúkkuna, að bæta við viðvörun þar sem segir að það jafngildi árás á æru forsetans að stinga dúkkuna með nálum.

Með dúkkunni fylgir vúdú-leiðbeiningar og 12 nálar. Hún kostar um 2.300 kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar