Elsta kona heims látin

Edna Parker, hér 114 ára
Edna Parker, hér 114 ára

Edna Parker, elsta kona heims, er látin 115 ára að aldri. Parker fæddist 20.apríl 1893 í Indianaríki í Bandaríkjunum og hafði hlotið viðurkenningu Heimsmetabókar Guinness sem elsta kona heims frá því að Yone Minagawa lést árið 2007 en hún var fjórum mánuðum eldri en Parker.

Parker bjó á sama elliheimili og Sandy Allen, sem var stærsta kona heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness þar til hún lést í ágúst síðastliðnum.

Eiginmaður Ednu Parker lést árið 1939 og bjó Parker ein á bóndabæ þeirra hjóna þar til hún varð 100 ára. Eina ráð Parker þegar hún var spurð um lykilinn að langri ævi var að „öðlast meiri menntun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar