Bakarari í Indónesíu vonast til að kaka sem hann bakaði komist í heimsmetabók Guinness sem hæsta kaka í heimi. Jólakakan, sem lítur út eins og risastórt jólatrét, er til sýnis í verslunarmiðstöð í Djakarta, höfuðborg Indónesíu.
Flestir íbúa landsins eru múslímar og halda því ekki jól. Það hefur hins vegar ekki stöðvað bakarann Nila Sari frá því að baka risavaxna jólatertu til að fagna jólahátíðinni.