Vill banna jóladverga

Gamalt jólaskraut í Árbæjarsafni.
Gamalt jólaskraut í Árbæjarsafni. mbl.is

Danski presturinn Jon Knudsen staðhæfir að litlir jólasveinar eða jólaálfar sem víða eru notaðir til skreytinga fyrir jól séu í raun verkfæri djöfulsins. Vill hann vekja fólk til vitundar um heiðna merkingu þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Knudsen, sem tilheyrir Løkken frikirke sem leggur mikla áherslu á trúboð, segir jólasveinana bera vott um djöfladýrkun og því séu þeir í raun tákn um það stríð sem djöfullinn herji gegn jólahátíðinni. „Við eigum ekki að skreyta hýbýli okkar sem slíkum verum,” segir hann.

„Þetta er bara regla sem við verðum að fara verður eftir alveg eins og múslímar mega ekki borða svínakjöt."

Þá segir hann jólahátíð nútímans vera hættulega blöndu af kristnum og heiðnum jólum. „Mér finnst kirkjan ekki hafa haldið nógu vel utan um það hvað tilheyrir hinum kristnu gildum jólanna,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar