Fangar í einkareknu fangelsi í Vestur-Lothian á Skotlandi ættu ekki að þurfa að kvíða jólunum.
Á meðan almenningur situr í miðri skuldasúpu og margir sjá fram á að missa húsnæði sitt geta fangarnir valið úr réttum á matseðli og látið líða úr sér fyrir framan flatskjái, eftir að hafa tekið vel á í vel útbúnum líkamsræktarsal. Hver fangi hefur sér sturtu og getur drepið tímann á bókasafninu eða í tölvuherberginu. Í fyrstu verða fangarnir 30. Nokkrar deilur hafa spunnist út af íburðinum.