Netið eykur sjúkdómavæðingu

Þeir sem reiða sig of mikið á upplýsingar um heilsufar …
Þeir sem reiða sig of mikið á upplýsingar um heilsufar á netinu eiga á hættu að sjúkdómsgreina sig of alvarlega Morgunblaðið/ Ómar

Upplýsingar og fróðleikur um heilsufar sem finna má á netinu elur af sér kynslóð af sjálfskipuðum sjúklingum, sem sjúkdómsgreina sjálfa sig og eru alltaf sannfærðir um að öll verstu einkennin eigi við þá. Þetta sýnir ný rannsókn sem framkvæmd var af Microsoft tölvufyrirtækinu.

Vísindamenn rannsökuðu heilsufarsleg leitarorð sem 1 milljón vefnotenda slóg inn í leitarvélar og lögðu einnig könnun fyrir 515 starfsmenn um leit þeirra að heilsufarsupplýsingum á netinu.

Niðurstöðurnar sýndu að netleit getur orðið til þess að fólk dragi kolrangar ályktanir um eigið heilsufarsástand og mikli einkennin yfirleitt fyrirsér, sannfærast t.d. um að höfuðverkurinn stafi af heilæxli. Sérfræðingar leggja því áherslu á að þeir sem hafi áhyggjur af heilsunni leiti til læknis en reyni ekki að sjúkdómsgreina sjálfa sig.

Samkvæmt rannsókninni eru um 2% allra leitarorða á netinu tengdar heilsufari. Internetleit eftir útskýringu á almennum kvillum eins og höfuð- og brjóstverkjum eða vöðvakippum skila að jafnaði jafnmörgum síðum sem sem lýsa skelfilegum og mjög alvarlegum sjúkdómum, eins og síðum sem koma með líklegri skýringar. Niðurstöðurnar geta því skekkt mjög skynjun þeirra sem leitar skýringa á einkennum, því tölfræðilega er mun ólíklegra að verkirnir stafi af alvarlegum sjúkleika en af hversdagslegum ástæðum eins og t.d. vöðvabólgu.

Samkvæmt könnuninni sjúkdómsgreindi um þriðjungur þátttakenda sig rangt með of alvarlega sjúkdóma sem leiddi til þess að þeir höfðu meiri áhyggjur af eigin heilsufari og streita jókst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir