Þjófur býðst til að greiða skaðabætur 25 árum síðar

Reuters

Austurrískur þjófur sem stal reiðhjóli með lítilli hjálparvél hefur boðist til að greiða eigandanum 1.400 evrur í skaðabætur - 25 árum síðar.

Þjófurinn sendi lögreglunni í Bregenz bréf þar sem hann biður hana um að koma 1.400 evrum, sem fylgdu með í bréfinu, til eigandans. Þjófurinn, sem nafngreinir sig ekki, segist iðrast gjörða sinna.

„Árið 1983 stal ég reiðhjóli með hjálparvél sem var fyrir utan Metro-kvikmyndahúsið,“ segir í bréfinu.

„Á þeim tíma gerði ég mér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar, bæði sálrænar og efnislegar, slíkur glæpur hafði í för með sér,“ segir ennfremur. Þjófurinn biður svo lögregluna um að vera svo væn að komast að því hver átti hjólið og koma fénu til skila.

Hann tekur fram að ef þetta gangi ekki upp þá skuli féð renna til félagsmálayfirvalda.

Lögreglan segist geyma allt að 40 ára gömul gögn. Því sé ljóst að fyrrum eigandinn muni fá óvænta gjöf um jólin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka