Bratz í útrýmingarhættu?

Munúðarfullar Bratz-dúkkur vekja örvæntingu margra foreldra.
Munúðarfullar Bratz-dúkkur vekja örvæntingu margra foreldra.

Svo virðist sem Barbie hafi náð að koma fæti fyrir helsta keppinaut sinn en dómari í Kaliforníu hefur nú úrskurðað að hætta skuli dreifingu á Bratz-dúkkunum og varningi þeim skyldum.

Deilurnar hófust fyrir þremur mánuðum þegar Mattel, sem framleiðir Barbie, vann lögsókn á hendur MGA, sem framleiðir Bratz-dúkkurnar. Þeir ákærðu MGA fyrir að hafa notað teikningar fyrrverandi hönnuðar Barbie sem var enn í vinnu hjá Mattel, við hönnun Bratz-dúkkanna.

Samkvæmt úrskurði dómara í vikunni verður leyfilegt að selja Bratz-dúkkur út árið en eftir það eru örlög þeirra á huldu. Líklegt þykir að MGA geri samninga við Mattel til að geta haldið framleiðslunni áfram en Bratz halar inn stórum hluta hagnaðar fyrirtækisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup