Pitbull fyrir Obama

Jamie Foxx
Jamie Foxx AP

Leitinni að hundi fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama gæti verið lokið.

Barack Obama sagðist aðspurður í kosningabaráttunni, ekki eiga gæludýr en bætti við að dætur hans beittu hann miklum þrýstingi. Þær vildu að fjölskyldan fengi sér hund ef hann sigraði í forsetakosningunum. Mikil leit hefur staðið yfir, enda rétt að vanda valið þegar heimilið er Hvítahúsið.

Bandaríski leikarinn, söngvarinn og uppistandarinn, Jamie Foxx, segist hafa fundið réttu tegundina. Hann segir pitbull rétta hundinn fyrir forsetafjölskylduna.

„Ég á eftir að finna rétta hvolpinn en pitbull er tilvalinn jólagjöf handa forsetafjölskyldunni,“ sagði Jamie Foxx,

Hann lét þessi orð falla skömmu eftir að hann hafði komið fram þegar kveikt var á jólatrénu við Rockefeller Center í New York.

„Ég er enn að fagna Barack Obama, hinum nýja forseta,“ sagði Jamie Foxx. En hann hefur yfir ýmsu öðru að gleðjast. Foxx hefur unnið Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Ray Charles í kvikmyndinni Ray og fyrir söng sinn hefur hann unnið til Emmy-verðlauna. Og nú er hann tilnefndur til Grammy-verðlauna en verðlaunahátíðin verður í febrúar 2009.

Nýjasti geisladiskur Foxx, "Intuition" kemur í verslanir 16. desember og segir hann þennan þriðja disk sinn jafnframt þann besta.

„Mig langar ekki heitara í neitt fyrir þessi jól en að diskurinn verði metsöluplata,“ sagði Jamie Foxx.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir