YouTube-Sinfó leitar hljóðfæraleikara

Youtube býður nú tónlistarfólki um allan heim tækifæri til að gerast félagar í YouTube Sinfóníuhljómsveitinni.

Ha?

Jú, þetta er rétt, þessi dásamlegi vefur sem hægt er að gleyma sér í tímunum saman ætlar að stofna eigin sinfóníuhljómsveit, sem mun verða fyrsta netsinfóníuhljómsveitin sem sögur fara af.

Þetta er ekkert bull, því að hljómsveitarstjórinn heimsþekkti, Michael Tilson Thomas, mun stjórna hljómsveitinni, og aðrir frægir tónlistarmenn sem taka þátt í verkefninu eru kóreska tónskáldið Tan Dun og félagar í Sinfóníuhljómsveit Lundúna.

Þátttakendur þurfa að hafa samband við YouTube eða YouTube Blog, til að fá sendar nótur, og frekari upplýsingar, og eiga svo að senda inn myndband með hljóðfæraleik sínum.

YouTube notendur fá svo að velja uppáhalds YouTube-sinfó-verkin sín, og þau verða flutt á fyrstu nettónleikum sveitarinnar í Carnegie Hall í New York í apríl í vor.

www.youtube.com/symphony
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir