Gordon Brown bjargar heiminum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í neðri málstofu breska þingsins sprungu úr hlátri í dag þegar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, mismælti sig og sagði hann hafi „bjargað heiminum“. Stjórnarandstaðan greip mismælin á lofti og gerði óspart grín að Brown.

Brown lét ummælin falla þegar hann var að svara David Cameron, formanni Íhaldsflokksins, á þinginu í dag. Cameron gerði gys að Brown og gagnrýndi það hvernig forsætisráðherra hefur tekið á efnahagsmálum þjóðarinnar.

„Við höfum ekki aðeins bjargað heiminum... bjargað bönkunum,“ sagði Brown í vikulegum fyrirspurnartíma á þinginu. Hann gerði tilraun til að bjarga sér fyrir horn, en þingmenn Íhaldsflokksins kæfðu orð forsætisráðherrans í háði og spotti.

Þegar það dró úr látunum gerði Brown aðra tilraun til að rétta sinn hlut: „Við unnum ekki aðeins með öðrum þjóðum til að bjarga bankakerfi heimsins því auk þess hefur ekki einn einasti sparifjáreigandi glatað fé í Bretlandi,“ sagði Brown og bætti við: „Stjórnarandstöðunni kann að líka illa við þá staðreynd að við erum leiðandi á heimsvísu þegar það kemur að því að bjarga bankakerfinu, en við gerðum það samt.“

„Jæja, það er nú skjalfest að hann er svo upptekinn við að bjarga heiminum, að hann hefur gleymt fyrirtækjunum í landinu sem hann stýrir,“ svararði David Cameron af bragði.

Bretland er eitt af fyrstu stóru ríkjum heims sem samþykkti sérstakan aðgerðarpakka til að koma bönkunum, sem höfðu orðið illa úti í fjármálakreppunni, til bjargar.  


Það að bjarga heiminum getur verið lýjandi.
Það að bjarga heiminum getur verið lýjandi. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir