Gordon Brown bjargar heiminum

00:00
00:00

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar í neðri mál­stofu breska þings­ins sprungu úr hlátri í dag þegar Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mis­mælti sig og sagði hann hafi „bjargað heim­in­um“. Stjórn­ar­andstaðan greip mis­mæl­in á lofti og gerði óspart grín að Brown.

Brown lét um­mæl­in falla þegar hann var að svara Dav­id Ca­meron, for­manni Íhalds­flokks­ins, á þing­inu í dag. Ca­meron gerði gys að Brown og gagn­rýndi það hvernig for­sæt­is­ráðherra hef­ur tekið á efna­hags­mál­um þjóðar­inn­ar.

„Við höf­um ekki aðeins bjargað heim­in­um... bjargað bönk­un­um,“ sagði Brown í viku­leg­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á þing­inu. Hann gerði til­raun til að bjarga sér fyr­ir horn, en þing­menn Íhalds­flokks­ins kæfðu orð for­sæt­is­ráðherr­ans í háði og spotti.

Þegar það dró úr lát­un­um gerði Brown aðra til­raun til að rétta sinn hlut: „Við unn­um ekki aðeins með öðrum þjóðum til að bjarga banka­kerfi heims­ins því auk þess hef­ur ekki einn ein­asti spari­fjár­eig­andi glatað fé í Bretlandi,“ sagði Brown og bætti við: „Stjórn­ar­and­stöðunni kann að líka illa við þá staðreynd að við erum leiðandi á heimsvísu þegar það kem­ur að því að bjarga banka­kerf­inu, en við gerðum það samt.“

„Jæja, það er nú skjalfest að hann er svo upp­tek­inn við að bjarga heim­in­um, að hann hef­ur gleymt fyr­ir­tækj­un­um í land­inu sem hann stýr­ir,“ svar­arði Dav­id Ca­meron af bragði.

Bret­land er eitt af fyrstu stóru ríkj­um heims sem samþykkti sér­stak­an aðgerðarpakka til að koma bönk­un­um, sem höfðu orðið illa úti í fjár­málakrepp­unni, til bjarg­ar.  


Það að bjarga heiminum getur verið lýjandi.
Það að bjarga heim­in­um get­ur verið lýj­andi. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft rísa deilur vegna þess að einstaklingar skilja ekki gildismat annarra. Ekki byrja á nýjum verkefnum í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason