Logið til að heilla náungann

Rýnt í bækurnar. Á meðan sumir dansa til að gleyma …
Rýnt í bækurnar. Á meðan sumir dansa til að gleyma þá ljúga sumir til að heilla. AP

Rétt tæp­ur helm­ing­ur allra karla og þriðjung­ur allra kvenna hef­ur logið til um hvað þeir hafa lesið í þeim til­gangi ein­um að vekja hrifn­ingu vina eða mögu­legra maka. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn.

Karl­menn gera þetta oft­ast til að sýn­ast gáfaðari eða róm­an­tísk­ar en þeir eru. Þetta kem­ur fram í könn­un sem Pop­ul­us gerði fyr­ir aðstand­end­ur lestr­ar­her­ferðar­inn­ar Nati­onal Year of Rea­ding í Bretlandi. Um 1.500 manns tóku þátt í könn­un­inni.

Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins að karl­menn hríf­ist mest af kon­um sem lesi frétta­vefi, sjálf­an William Shakespeare eða söng­laga­texta.

Kon­ur sögðust hins veg­ar hríf­ast af karl­mönn­um sem höfðu lesið ævi­sögu Nel­son Mandela eða Shakespeare.

Af þeim 1.500 sem tóku þátt í könn­unni voru 864 ung­ling­ar.

Fjór­ir af hverj­um tíu, þ.e. af þeim 1.500 sem tóku þátt í könn­unni, sögðust hafa logið til um það sem þeir höfðu lesið í þeim til­gangi að vekja hrifn­ingu vina eða mögu­legra maka, eða 46% karla og 33% kvenna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir