Rétt tæpur helmingur allra karla og þriðjungur allra kvenna hefur logið til um hvað þeir hafa lesið í þeim tilgangi einum að vekja hrifningu vina eða mögulegra maka. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn.
Karlmenn gera þetta oftast til að sýnast gáfaðari eða rómantískar en þeir eru. Þetta kemur fram í könnun sem Populus gerði fyrir aðstandendur lestrarherferðarinnar National Year of Reading í Bretlandi. Um 1.500 manns tóku þátt í könnuninni.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að karlmenn hrífist mest af konum sem lesi fréttavefi, sjálfan William Shakespeare eða sönglagatexta.
Konur sögðust hins vegar hrífast af karlmönnum sem höfðu lesið ævisögu Nelson Mandela eða Shakespeare.
Af þeim 1.500 sem tóku þátt í könnunni voru 864 unglingar.
Fjórir af hverjum tíu, þ.e. af þeim 1.500 sem tóku þátt í könnunni, sögðust hafa logið til um það sem þeir höfðu lesið í þeim tilgangi að vekja hrifningu vina eða mögulegra maka, eða 46% karla og 33% kvenna.