Skar sig á háls á sviðinu

Austurríski leikarinn Daniel Hoevels varð fyrir því á sýningu á verkinu Mary Stuart í borgarleikhúsinu í Vínarborg í vikunni, að skipt hafði verið á leikhúshnífi, sem notaður er í lokaatriði sýningarinnar, og raunverulegum hnífi.

Persónan, sem  Hoevels leikur, fremur sjálfsmorð á sviðinu með því að skera sig á háls. Leikarninn tók hnífinn á svipinu og brá honum á háls sér. Blóðið lagaði þá úr Hoevel og hann féll meðvitundarlaus á sviðsgólfið.

Áhorfendur áttuðu sig ekki á hvað gerst hafði fyrr en Hoevels reis ekki upp til að taka við lófatakinu. Hann fékk aðhlynningu en í ljós kom að hann var ekki alvarlega sár og slagæðar höfðu ekki skorist í sundur. Hoevel mætti á sýningu kvöldið eftir með umbúðir um hálsinn.

Lögreglan rannsakar nú málið og hvort hugsanlega hafi verið skipt vísvitandi á hnífunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir