Yfirvöld í Sjanghæ í Kína hafa blásið til herferðar gegn þeim „ósóma“ að íbúar gangi um götur borgarinnar klæddir náttfötum. Aukin hagsæld síðustu 30 árin hefur orðið til þess að margir borgarbúanna líta á náttföt sem merki um velmegun, sönnun þess að þeir þurfi ekki að sofa í gömlum lörfum.