Hundurinn reyndist refur

Zhang með hinn alhvíta
Zhang með hinn alhvíta "pomeranian-hund".

Kín­versk­um manni var mjög brugðið þegar hann upp­götvaði að hund­ur sem hann hafði keypt sem gælu­dýr reynd­ist vera sjald­gæf­ur heim­skaut­ar­ef­ur. Mann­in­um gekk illa að temja „gælu­dýrið“.

Hinn meinti hund­ur var seld­ur sem al­hvít­ur pomer­ani­an. Maður­inn, Zhang frá Tun­kou, keypti hann fyr­ir heil sex­tíu pund fyr­ir um ári þegar hann var í viðskipta­ferð.

Hins veg­ar reynd­ist hon­um erfitt að temja hund­inn! Hann beit Zhang í tíma og ótíma og hafði ýmsa óvenju­lega siði.

„Hann gat ekki gelt held­ur gaf frá sér ókenni­leg hljóð í ætt við mjálm,“ lýs­ir hinn undr­andi gælu­dýra­eig­andi og bæt­ir því við að skottið hafi lengst und­ar­lega mikið og lengi. Þó keyrði um þver­bak síðastliðið sum­ar þegar dýrið tók að lykta und­ar­lega og fýl­an versnaði stöðugt þrátt fyr­ir dag­leg böð.

Úr varð að Zhang fór með „hund­inn“ í dýrag­arð til að spyrj­ast fyr­ir um hvers kyns væri og þá kom í ljós að dýrið var í raun heim­skaut­ar­ef­ur, en hann er verndaður. Zhang hef­ur nú gefið dýrag­arðinum ref­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þig langar til að finna einhvern sem þú getur deilt hugmyndum þínum með. Listaverk, falleg föt, skartgripir og góður matur höfða sterkt til þín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son