Rómantískar gamanmyndir varasamar

Þeir sem horfa of mikið á myndir eins og Wedding …
Þeir sem horfa of mikið á myndir eins og Wedding Planner geta þróað með sér ranghugmyndir um ástina

Rómantískar gamanmyndir geta haft slæm áhrif á ástarlíf áhorfandans, ef marka má nýja könnun sem framkvæmd var við háskóla í Edinborg í Skotlandi. Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem horfðu mikið á rómantískar gamanmyndir gerðu óraunhæfar kröfur til ástarinnar.

Jafnfram gefa niðurstöðurnar til kynna að fólki sem heldur mikið upp á þessa tegund kvikmynda, myndir eins og Runaway Bride, Notting Hill og fleiri í þeim dúr, sé hætt við því að vanrækja samskipti við maka sinn. Oftar en ekki vegna þess að þau séu á þeirri skoðun að ef tveimur manneskjum sé ætlað að vera saman eigi þær að þekkja hug hvors annars án orða.

Við rannsóknirnar var farið ofan í kjölin á 40 vinsælum kvikmyndum frá árunum 1995 til 2005 og dregin saman nokkur algeng þemu sem þótt einkenna þær allar og eiga það sammerkt að vera óraunhæf. Þar á meðal voru myndirnar Maid in Manhattan, You've Got Mail og The Wedding Planner.

„Hjónabandsráðgjafar fá oft til sín pör sem halda að kynlífið eigi alltaf að vera fullkomið og að ef einhverjum sé ætlað að vera með þér, þá eigi hann að skilja hvað þú vilt án þess að þú þurfir að segja það. Núna teljum við okkur hafa vísbendingar um að dægurmenning spili stórt hlutverk í að halda þessum hugmyndum að fólki,“ hefur BBC eftir dr. Bjarne Holmes, við Edinborgarháskóla.

Rannsóknin gaf jafnframt til kynna að aðdáendur rómantískra gamanmynda væru líklegri til vera örlagatrúa þegar kemur að ástinni. „Kvikmyndir fanga vissulega spennuna sem fylgir nýjum samböndum, en þær gefa líka villandi hugmyndir um að traust og trúnaður sé til staðir frá fyrstu stundu, þegar það tekur yfirleitt nokkur ár að byggja það upp í raunveruleikanum,“ segir Kimberly R. Johnson sem vann einnig að rannsókninni.

Vísindamennirnir hyggjast nú halda áfram með rannsóknina og hafa komið upp könnun á netinu sem taka má þátt í hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar