Seinkun skóladagsins fækkar bílslysum

Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að hættan á að unglingar lendi í umferðarslysum minnkar verulega ef þeir byrja klukkustund síðar í skólanum og fá því meiri svefn.

Rannsóknin bendir til þess að bílslysum meðal nemenda með bílpróf fækki um 16,5% þegar skólarnir hefjast klukkustund síðar.

Rannsóknin var gerð í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum í einn vetur þegar kennslan hófst klukkan hálfátta fyrir hádegi og síðan í einn vetur þegar skóladagurinn hófst klukkan hálfníu. Rannsakaðar voru svefnvenjur 10.000 nemenda á aldrinum 12-18 ára.

Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að hlutfall þeirra nemenda sem fengu að minnsta kosti átta tíma svefn á hverri nóttu jókst úr 35,7% í 50% eftir þessa breytingu. Skýrt er frá niðurstöðunum í grein í nýjasta tölublaði tímaritsins Journal of Clinical Sleep Medicine. Annar höfunda greinarinnar, Fred Danner, sálfræðingur við Kentucky-háskóla, segir að unglingar þurfi að jafnaði a.m.k. átta klukkustunda svefn og líklega nálægt níu stundum.

Sofi þeir einni klukkustund skemur en þeir þurfa þreytist þeir eftir því sem líður á vikuna. Í lok vikunnar séu þeir orðnir eins þreyttir og sljóir og þeir væru fengju þeir engan svefn í sólarhring.

Rannsókn Bandarísku svefnstofnunarinnar (NSF) frá 2006 bendir til þess að 28% framhaldsskólanema hafi sofnað í skólanum og rúm 50% ekið syfjuð. Í annarri könnun meðal háskólanema í Texas sögðust 17% hafa sofnað við stýri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir