„Ég er vandræðaunglingur“

Dennis Baltimore yngri mun hugsa sig tvisvar um áður en …
Dennis Baltimore yngri mun hugsa sig tvisvar um áður en hann hefur spreybrúsann á loft Arnaldur Halldórsson

Faðir nokkur í Baltimore í Bandaríkjunum ákvað að refsa unglingssyni sínum með nýstárlegum hætti þegar hann var staðinn að skemmdarverkum í skólanum sínum. Pabbi hans lét hann ganga um götur Long Beach í fimm klukkustundir með samlokuskilti um hálsinn.

Á skiltinu stóð: „Ég er vandræðaunglingur sem á refsingu skilið. Ég sóaði skattpeningum ykkar með heimskulegum skemmdarverkum í almenningsskóla.“ Strákurinn hafði úðað málningu á veggi skólans síns og fékk pabbi hans símhringinu um að tjónið sem sonur hans olli næmi 875 dollurum.

„Ekki held ég að almenningi líki þetta þegar efnahagsástandið er svona,“ sagði faðirinn, Dennis Baltimore, við fjölmiðla þegar grennslast var fyrir um hina óvenjulegu refsingu. „Fólk verður að vera meðvitað um afleiðingar gjörða sinna. Hann er góður strákur, hann tók bara ranga ákvörðun og hann verður að taka afleiðingunum.“

Skilti stráksins vakti talsverða athygli og hlátur vegfarenda sem margir tóku mynd af honum þar sem hann gekk um hverfið. Dennis yngri viðurkennir að hafa lært sína lexíu. „Ég var að hugsa um að ganga í klíku en ég held ég hætti við það. Mér líður heimskulega og sé eftir því sem ég gerði.“

Til viðbótar við játningagönguna var piltinum vikið frá skóla í 4 daga auk þess sem faðir hans hyggst láta hann eyða hluta jólafrísins í að mála yfir spreyið og vinna aðra sjálfboðavinnu í skólanum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir