Gera óspart grín að skóárásinni

Afar vinsæll gamanþáttur í Afganistan hefur endurgert skóárásina alræmdu á George W. Bush Bandaríkjaforseta. Í þetta sinn nær Bush ekki að víkja sér fimlega undan árásinni heldur fær hann skóinn beint í andlitið.

Bush er gríðarlega óvinsæll meðal almennings í Afganistan. Skóárásin, sem átti sér stað í Írak, hefur verið sýnd margoft í afgönsku sjónvarpi - mörgum eflaust til ánægju og yndisauka.

Nú hafa aðstandendur vinsæls gamansþáttar í Afganistan endurgert blaðamannafundinn í Bagdad. Handritshöfundarnir sáu hins vegar til þess að skór íraska fréttamannsins, sem gerði árásina, hæfðu Bush.

Framleiðandi þáttanna, sem heita á frummálinu Zang-i-Khatar (sem útleggja má sem Viðvörunarbjallan), segist vilja senda út þau skilaboð að Afganar sýni Írökum samstöðu.

„Tilgangur þáttarins, fyrir utan að koma fólki til að hlæja, er að sýna fram á samstöðu með íbúum og blaðamönnum í Írak,“ sagði Hanif Hamgaam við AFP-fréttastofuna.

Þátturinn verður sýndur í afgönsku sjónvarp í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir