Bakarí í New Jersey neitaði að útbúa tertu fyrir þriggja ára afmælisbarn með nafni barnsins þar sem það væri „óviðeigandi“. Þess ber að geta að barnið heitir Adolf Hitler.
Heath Campbell og eiginkonu hans Deborah var boðin kaka án merkingar svo þau gætu merkt hana sjálf, en höfnuðu því. Shoprite stórmarkaðurinn, sem rekur bakaríið, neitaði einnig að gera köku fyrir systur Adolfs, Aryan Nation Campbell, sem verður tveggja ára í febrúar.
„Shoprite getur ekki gert köku fyrir þriggja ára barn. Það er sorglegt,“ segir móðirin.