Nýtt heimsmet var sett í Búkarest í Rúmeníu í dag þegar um 4.000 jólasveinar komu saman í borginni til að deila út gjöfum.
Börn biðu í röðum eftir að fá gjafir frá 3.939 jólasveinum sem söfnuðust saman í miðborginni. Fyrra metið var sett í Taipei þegar 3.618 jólasveinar komu saman til að gefa jólagjafir.
Borgaryfirvöld keyptu gjafirnar og studdu tilraunina, sem var síðar staðfest sem heimsmet af fulltrúum frá Heimsmetabók Guinness.