Norska lögreglan til bjargar

Handjárn
Handjárn

Lögreglan í Bergen í Noregi varð um helgina að losa 18 ára gamla konu við handjárn sem höfðu verið notuð í ástarleikjum hennar og 22 ára karlmanns. Hálftíma tók að opna lásinn, að sögn Aftenposten.

Stúlkan var gestur á heimili 22 ára karlmanns sem hafði boðið hóp fólks heim til sín. Svo fór að hún hafnaði í svefnherbergi gestgjafans. En þegar þau vildu snúa aftur í samkvæmið að loknum ástarleiknum og losa hana við handjárnin fannst lykillinn hvergi.

„Við reyndum að nota sápu en það gekk ekki. Þegar hún hafi legið þarna í sex klukkustundir neyddumst við til að hringja í lögregluna. Þeim fannst þetta fyndið,“ sagði gestgjafinn en bætti við að þetta hefði hins vegar verið mjög vandræðalegt fyrir stúlkuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar