Sönnunargögnin falin í moskítóflugu

DNA sýni er hægt að taka úr blóði sem moskítóflugur …
DNA sýni er hægt að taka úr blóði sem moskítóflugur sjúga. Reuters

Lögregla í Finnlandi telur sig hafa handsamað bílaþjóf eftir að DNA sýni var tekið úr moskítóflugu sem þeir fundu í hinum yfirgefna bíl.

Bíllinn fannst í Seinaejoki norður af Helsinki og tók lögreglan, að sögn vefmiðils BBC, eftir að moskítóflugan hafði nýlega sogið blóð. Því var ákveðið að senda hana í rannsókn. DNA sýnið kom síðan heim og saman við mann sem þegar var á skrá hjá lögreglunni.

Hinn grunaði neitar hins vegar alfarið að hafa stolið bílnum. Hann hafi einungis þegið far með þeim sem bílnum ók.

Bílnum var stolið í bænum Lapua, um 380 km norður af Helskini, í júní. Hann fannst síðan í Seinaejoki nokkrum vikum síðar.

Lögreglustjórinn Sakari Palomaeki, sagði málið vera hið fyrsta þar sem að finnsk lögregluyfirvöld hafi notað skordýr til að leysa glæp. „Það er ekki venjan að nota moskítóflugur. Í náminu var okkur ekki sagt að hafa augun opin fyrir moskítóflugum á vettvangi,“ sagði hann. „Það er ekki auðvelt að finna litla moskítóflugi í bíl og þetta sýnir einfaldlega hversu ítarleg vettvangsrannsókn okkar var.“

Það fellur nú í hlut saksóknara að ákveða hvort sönnunargögnin séu nægjanlega sterk til að ákæra hinn meinta þjóf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka