Sönnunargögnin falin í moskítóflugu

DNA sýni er hægt að taka úr blóði sem moskítóflugur …
DNA sýni er hægt að taka úr blóði sem moskítóflugur sjúga. Reuters

Lög­regla í Finn­landi tel­ur sig hafa hand­samað bílaþjóf eft­ir að DNA sýni var tekið úr moskítóflugu sem þeir fundu í hinum yf­ir­gefna bíl.

Bíll­inn fannst í Seina­ejoki norður af Hels­inki og tók lög­regl­an, að sögn vef­miðils BBC, eft­ir að moskítóflug­an hafði ný­lega sogið blóð. Því var ákveðið að senda hana í rann­sókn. DNA sýnið kom síðan heim og sam­an við mann sem þegar var á skrá hjá lög­regl­unni.

Hinn grunaði neit­ar hins veg­ar al­farið að hafa stolið bíln­um. Hann hafi ein­ung­is þegið far með þeim sem bíln­um ók.

Bíln­um var stolið í bæn­um Lapua, um 380 km norður af Hel­skini, í júní. Hann fannst síðan í Seina­ejoki nokkr­um vik­um síðar.

Lög­reglu­stjór­inn Sak­ari Palom­a­eki, sagði málið vera hið fyrsta þar sem að finnsk lög­reglu­yf­ir­völd hafi notað skor­dýr til að leysa glæp. „Það er ekki venj­an að nota moskítóflug­ur. Í nám­inu var okk­ur ekki sagt að hafa aug­un opin fyr­ir moskítóflug­um á vett­vangi,“ sagði hann. „Það er ekki auðvelt að finna litla moskítóflugi í bíl og þetta sýn­ir ein­fald­lega hversu ít­ar­leg vett­vangs­rann­sókn okk­ar var.“

Það fell­ur nú í hlut sak­sókn­ara að ákveða hvort sönn­un­ar­gögn­in séu nægj­an­lega sterk til að ákæra hinn meinta þjóf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Eitthvað verður á vegi þínum þegar þú áttir síst von á því. Umhyggja þín fyrir sjálfum þér gefur þér sjálfstraust. Sýndu öðrum þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Eitthvað verður á vegi þínum þegar þú áttir síst von á því. Umhyggja þín fyrir sjálfum þér gefur þér sjálfstraust. Sýndu öðrum þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir