Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“

Þessi jólasveinn er í miklu stuði.
Þessi jólasveinn er í miklu stuði. Reuters

Foreldrar á Norður-Ítalíu hafa gagnrýnt kaþólskan prest fyrir að hafa sagt börnunum þeirra að jólasveinninn sé ekki til.

Dino Bottino, sem er sóknarprestur kaþólsku kirkju hins heilaga hjarta í Novara, lét ummælin falla við barnamessu fyrr í þessum mánuði.

Héraðsfréttablað greindi frá því að fjöldi foreldra hafi lagt fram kvörtun vegna orða prestsins. „Þú hefur eyðilagt jólin fyrir börnunum mínum,“ sagði ein móðir.

Bottino sér hins vegar ekki eftir ummælum sínum. Hann segir að það hafi verið skylda sín að segja sannleikann.

„Ég sagði börnunum að jólasveinninn væri tilbúningur sem hefur ekkert með kristna jólasögu að gera,“ sagði hann.

„Og ég mun endurtaka leikinn, fái ég tækifæri til þess,“ bætti hann við.

Presturinn segir að það hafi ekki verið tilgangurinn að særa einn eða neinn. Það hafi einfaldlega verið skylda hans að greina frá raunveruleikanum, sem væri sagan af Jesú, og ævintýrinu um jólasveininn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir