Áramótunum seinkar

Þeir, sem bíða eftir því að skála fyrir nýju ári, eiga eftir að verða fyrir dálitlum vonbrigðum og þó. Ástæðan er sú, að nýtt ár gengur ekki í garð þegar klukkan slær tólf á miðnætti, heldur einni sekúndu síðar.

Hlaupár er á fjögurra ára fresti eins og allir vita en hlaupsekúndum er hins vegar bætt við eftir þörfum. Það verður nú í 24. sinn síðan sá háttur var tekinn upp árið 1972. Það er vegna þess, að tíminn er annars vegar mældur af atómklukku, sem skeikar innan við milljarðasta úr sekúndu á degi hverjum, og hins vegar af  snúningi jarðar um eigin öxul. Misræmið stafar af því, að snúningurinn er óreglulegur og það er margt, sem hefur áhrif á hann, m.a. þyngdarafl sólar og mána, sjávarföllin, sólvindar, geimryk og segulstormar. Jafnvel loftslagsbreytingarnar margumtöluðu hafa sín áhrif vegna þess, að heimskautaísinn minnkar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir