Hvenær á að skilja í kreppu?

Fjöldabrúðkaup eru algeng í Kína og skilnuðum fer fjölgandi.
Fjöldabrúðkaup eru algeng í Kína og skilnuðum fer fjölgandi. AP

Ótti við langvinna niðursveiflu í Kína hefur skyndilega aukið fyrirspurnir til lögmanna og fjármálaráðgjafa um skilnaði, og þá hvenær gáfulegast sé að segja skilið við makann. Reuters greinir frá því að vel stæðar eiginkonur séu áhugasamar um að láta slag standa þegar verðmat eigna þeirra er lágt. Þetta er haft eftir framkvæmdastjóra China Divorce Service Center, Shu Xin.

Að mati hjónabandsráðgjafa eru slæmar efnahagshorfur sjaldnast ástæða skilnaðar en hins vegar geti þær verið dropinn sem fylli mælinn, eða ýtt undir skilnaði sem þegar var að vænta. Margar spurningar snúist um hvernig megi forðast að borga af skuldum eftir skilnað. Símafyrirspurnum í þessa áttina hafi fjölgað verulega undanfarna mánuði. Wu Changzhen, sem er prófessor í stjórnmálafræði og lögum segir þó of snemmt að segja hvaða áhrif efnahagslægðin muni hafa á skilnaðartíðni.

Svo virðist sem skilnuðum hafi fækkað eftir að niðursveiflan hófst, enda séu þeir dýrir. Til dæmis sé gríðarlega erfitt að selja húseignir á góðu verði um þessar mundir og halda úti tveimur heimilum. Heimildir China News Service herma hins vegar að fyrirspurnum um skilnaðarráðgjöf hafi fjölgað um 30% á seinni hluta þessa árs. Flestar þeirra hafi snúist um hvernig verja megi eignir viðkomandi við skilnað. Í fyrra skildu 2,1 milljónir para í Kína sem er nærri sjöföldun frá árinu 1980.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir