Óöryggi foreldra stuðlar að offitu

Reuters

Tekjulitlir foreldrar of feitra barna telja flestir heilbrigðan lífsstíl óraunhæfan eða óæskilegan, samkvæmt niðurstöðu opinberrar breskrar könnunar. Samkvæmt könnuninni líta tekjulitlir Bretar á heilbrigðan lífsstíl sem munað sem einungis hinir tekjumeiri geti leyft sér. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þá leiddi könnunin í ljós að fjöldi foreldra sem eiga börn sem borða óhollustu á milli mála og hreyfa sig lítið, telja börn sín ekki lifa óheilbrigðu lífi. Einnig sýndi hún að fólk ofmetur það hversu mikið fjölskylda þess hreyfir sig og vanmetur það hversu mikið hún borðar.

„Foreldrar viðurkenna að offita sé vandamál en líta ekki á hana sem sitt vandamál,” segir í skýrslu hópsins sem vann rannsóknina. Þá segir að margir foreldrar telji börn sín fá meiri hreyfingu í skólanum en þau geri í raun og veru.

Einnig treysti margir foreldrar sér hreinlega ekki til að elda hollan mat á daglegum grundvelli. Þá hafi valdajafnvægi innan fjölskyldna breyst þannig að börn ráði nú meiru innan fjölskyldu sinnar en áður. Þau ráði því meiru um mataræði sitt auk þess sem foreldrar verðlauni oft börn sín með óhollum mat og taki þannig stundargleði barna sinna fram yfir langtímaheilsufar þeirra. Margir foreldrar hvetji einnig börn sín til að vera frekar inni að horfa á sjónvarp eða í tölvuleikjum fremur en að fara út að leika sér þar sem þeir telji þau öruggari heima við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar