Skipti á íbúð og áfengi

Grískur dómstóll hefur úrskurðað að samkomulag milli alkóhólista og bareiganda, þar sem sá fyrrnefndi lét af hendi íbúð sína í skiptum fyrir ókeypis drykk út ævina, sé ógilt.

Íbúðin er virði u.þ.b. 6 milljóna króna. Maðurinn seldi eiganda barsins hana fyrir rúmlega 1,1 milljón með réttinum til að búa í henni endurgjaldslaust þar til hann dæi. Í staðinn fékk maðurinn afskrifaða skuld á barnum upp á 150 þúsund kr. og ókeypis drykki á barnum út ævina.

Fjórum árum eftir að samkomulagið var undirritað dó drykkjumaðurinn og bróðir hans fór með málið fyrir rétt. Þar fékkst sú niðustaða að samkomulagið hefði verið drykkjumanninum í óhag og ástand hans verið misnotað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir