Heimilisköttur bandarísku forsetafjölskyldunnar, India, er dauður. India, sem var 18 ára gömul, drapst í Hvíta húsinu á sunnudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lauru Bush, forsetafrú.
Í yfirlýsingu frá fjölmiðlafulltrúa fjölskyldunnar, Sally McDonough, eru forsetinn, forsetafrúin og Jenna dóttir þeirra afar sorgmædd vegna dauða kattarins. „India var heittelskaður hluti Bush fjölskyldunnar í tæpa tvo áratugi. Hennar verður sárt saknað," segir í yfirlýsingunni.
Það var Barbara Bush, móðir forsetans, sem gaf kettinum nafn eftir fyrrum körfuboltaleikmanni Texas Ranger, Ruben Sierra, sem hafði viðurnefnið „El Indio" en kötturinn var yfirleitt kallaður Willie eða Kitty af fjölskyldunni.