Kveikti í eiginmanninum

Áströlsk kona, sem kveikti í kyn­fær­um eig­in­manns síns vegna þess að hún hélt að hann væri að halda fram­hjá sér, hef­ur verið ákærð fyr­ir morð. Maður­inn lést af sár­um sín­um í síðustu viku.

Sak­sókn­ar­ar segja, að kon­an, sem er 44 ára göm­ul, hafi viður­kennt fyr­ir ná­grönn­um sín­um að hafa kveikt í mann­in­um í des­em­ber sl. eft­ir að hún sá hann faðma aðra konu. Kon­an sagðist ekki hafa ætlað að drepa mann­inn þegar hún skvetti leysi­vökva í kjöltu manns­ins og kveikti í.

Sak­sókn­ari hef­ur eft­ir kon­unni að hún hafi aðeins vilja brenna kyn­færi manns­ins svo þau til­heyrðu sér og eng­um öðrum. En þegar maður­inn vaknaði spratt hann á fæt­ur og velti um flösk­unni með eld­fima vökv­an­um. Við það breidd­ist eld­ur­inn út og á end­an­um brann hús hjón­anna til grunna og nær­liggj­andi hús skemmd­ist mikið.

Eig­in­kon­an var upp­haf­lega ákærð fyr­ir lífs­hættu­lega lík­ams­árás, íkveikju og fyr­ir að stofna lífi fólks í hættu en þrjú börn hjón­anna voru í hús­inu þegar þetta gerðist. Kon­an hef­ur nú verið ákærð fyr­ir morð þar sem maður­inn lést í síðustu viku. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir