Læknir í New York í Bandaríkjunum hefur lagt fram kröfu um að fyrrverandi eiginkona hans greiði honum 1,5 milljón Bandaríkjadala, 185 milljónir íslenskra króna, fyrir nýra sem hann gaf henni þegar þau voru enn gift.
Læknirinn, Richard Batista, ræddi við blaðamenn í dag á skrifstofu sinni lögfræðings síns í dag. Sagðist hann hafa gefið konu sinni annað nýra sitt í líffæragjöf í júní 2001 en hún hafi síðan farið fram á skilnað í júlí 2005. Hjónin fyrrverandi eiga þrjú börn, 8, 11 og 14 ára.
Er tekið fram að lögfræðingur frúarinnar hafi ekki svarað skilaboðum AP fréttastofunnar vegna málsins.