Fljúgandi furðuhlutur á Bretlandi?

Íbúar í Austur Lindsey í Englandi hafa nú tekið höndum saman og hafið rannsókn á meintri aðkomu fljúgandi furðuhlutar að skemmdum á vindmyllu í Conisholme í Lincolnshire. Segja vitni að vængur vindmyllunnar hafi rifnað af eftir að sérkennilegt sterkt ljós fór yfir himininn. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Samkvæmt heimildum blaðsins The Sun var bæjarráðsmaðurinn Coun Robert Palmer á meðal þeirra sem urðu vitni að atvikinu. „Það var alveg örugglega eitthvað á ferðinni,” segir hann.  

Talsmaður fyrirtækisns Ecotricity, sem er eigandi vindmyllunnar, segir atvikið enn óútskýrt. „Við erum að láta rannsaka málið nákvæmlega. Við höfum aldrei lent í öðru eins,” segir hann. „Verkfræðingur fór á staðinn eftir að það átti sér stað snemma á sunnudagsmorgun og hann er að fara yfir þau gögn sem hann safnaði saman."

Einn vængur vindmyllunnar, sem er 89 metra há, fannst á jörðinni skammt frá henni og er annar vængur hennar beyglaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney