Ók sjálfur í skólann

Sex ára gamall athafnamaður í Virginíuríki í Bandaríkjunum missti af skólabílnum einn morguninn í síðustu viku.

Hann dó þó ekki ráðalaus, sótti lyklana að fjölskyldubílnum, setti hann í gang og ók af stað enda vildi hann ógjarnan missa af skólamorgunmatnum.

En það er erfitt fyrir 6 ára dreng að stjórna sjálfskiptum stórum Ford Taurus. Aksturslagið var því nokkuð skrykkjótt en pilturinn var þó næstum kominn að skólanum, um 16 km frá heimili hans, þegar bíllinn lenti á símastaur og síðan niðri í skurði.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en reyndist lítið meiddur. Hann linnti ekki látum fyrr en hann fékk bílfar í skólann, að sögn lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup