SMS skaðleg þumlinum

Sms-in geta verið varasöm.
Sms-in geta verið varasöm. mbl.is/Jim Smart

Danskur handskurðlæknir varar við ofnotkun á sms-skeytum þar sem þau geti leitt til slitgigtar í þumalfingrinum.

Hann segir að of mikið álag á fingurinn, þegar verið er að skrifa skeytin, geti yfir mörg ár haft þessar afleiðingar. Þetta kemur fram á vef Berlingske tidende.

Það er þekkt að unga kynslóðin nýtir sms-skilaboðasendingar öðrum fremur, enda ódýrt og þægilegt, og þeir áköfustu senda skeytin í hundruðatali dag hvern. Hins vegar verður æ algengar að unga fólkið kvarti undan eymslum og verkjum í þumlinum.

„Í versta falli sitjum við uppi með heila kynslóð eftir 15 ár sem er með slitgigt í þumalfingrunum," segir handskurðlæknirinn Torben Bæk Hansen.

Hann undirstrikar þó að enn sé aðeins um menntaða ágiskun að ræða, enda sé farsímatæknin tiltölulega ung að árum. Því sé of snemmt að draga endanlegar ályktanir um langtímaáhrifin. Hins vegar sé alveg ljóst hverjar skammtímaafleiðingarnar eru.

„Þeir sem senda yfir 100 sms á dag og virða ekki hættumerki líkamans, er raunveruleg hætta á að sinarnar í höndunum verði fyrir of miklu álagi. Það getur verið mjög sársaukafullt og erfitt að losna við verkina. Þess vegna get ég bara ráðlagt þeim sem senda helling af sms-um daglega að hætta því nú þegar," segir Hansen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar