Bandaríkjastjórn ætlar að eyða andvirði tæpra níutíu milljóna króna í endurreisn Babýlon, hinnar fornu borgar Mesapótamíu í Írak. Í tíð Saddams Husseins var mikil vinna lögð í fornleifauppgröft og endurreisn staðarins, en í stríðinu fóru þjófar ránshendi um fornminjar sem þar hafði verið komið fyrir. Verkið verður unnið í samvinnu við Íraka.