Ríkisstyrkt klám?

Larry Flynt, gefur út klámtímaritið Hustler.
Larry Flynt, gefur út klámtímaritið Hustler. AP

Tveir þekkt­ir fram­leiðend­ur klám­efn­is í Banda­ríkj­un­um hafa kallað eft­ir því að þarlend stjórn­völd komi klámiðnaðinum til bjarg­ar með fimm millj­arða dala fram­lagi.

Larry Flynt, sem gef­ur út klám­tíma­ritið Hust­ler, og Joe Franc­is, sem er maður­inn á bak við Gir­ls Gone Wild mynd­bönd­in, segja að Banda­ríkja­menn séu að missa kyn­hvöt­ina. Þeir hafi of mikl­ar áhyggj­ur af efna­hags­ástand­inu og því að geta greitt reikn­ing­ana um hver mánaðar­mót.

Nú sé hart í ári og því leiti Banda­ríkja­menn eft­ir skemmt­un, og í sum­um til­fell­um eft­ir klámi.

Flynt og Franc­is halda því fram að fimm millj­arða inn­spýt­ing geti blásið nýju lífi í kyn­löng­un Banda­ríkj­anna.

„Svo virðist sem að Banda­ríkjaþing sé reiðubúið að aðstoða mik­il­væg­ustu iðnaði lands­ins, og okk­ur finnst við eiga það sama skilið,“ seg­ir Franc­is í yf­ir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér.

„Þegar það árar illa efna­hags­lega séð, þá snúa Banda­ríkja­menn sér að skemmti­efni til að létta sér lund­ina. Þeir snúa sér í aukn­um mæli að skemmti­efni fyr­ir full­orðna.“

Bæði Flynt og Franc­is leggja áherslu á það að iðnaður­inn, sem velt­ir um 13 millj­örðum döl­um ár­lega, eigi ekki í hættu á því að riða til falls á næst­unni. „En hvers vegna að taka áhætt­una,“ spyrja þeir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú hefur í mikinn reynslusjóð að sækja og átt því að vera vel undir erfið verkefni búinn. Vonandi er þér sama þótt augu allra hvíli á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason