Pandabjörn sem bítur frá sér

Pöndur eru elskaðar og dáðar í Kína
Pöndur eru elskaðar og dáðar í Kína Reuters

Pand­an Gu Gu sem býr í Beij­ing dýrag­arðinum í Kína á það til að sýna á sér hliðar sem fæst­ir dýrag­arðgest­ir eiga von á þegar þeir standa í biðröð til að skoða þetta ást­sæla þjóðardýr Kín­verja. Nú síðast í þess­ari viku réðst Gu Gu í þriðja skipti að dýrag­arðsgesti og beit hann illa.

Gu Gu er reynd­ar ekki alls varnað, því í öll­um til­fell­um hafa fórn­ar­lömb­in verið kom­in ofan í gröf­ina hans í dýrag­arðinum. Nýj­asta fórn­ar­lambið, hinn 28 ára gamli Jia­ou, út­skýrði fyr­ir CNN frétta­stöðinni að hann hefði fallið inn í pönd­ugröf­ina þegar hann reyndi að grípa lít­inn pöndu­bangsa sem son­ur hans kastaði frá sér.

Girðing­in um­hverf­is pöndu­kröf­una er nokkuð há og Zhang komst ekki upp úr henni aft­ur að sjálfs­dáðum. Þá var það sem Gu Gu réðist á hann og sökkti tönn­un­um í fót­leggi hans. „Pand­an er þjóðarger­semi sem ég elska og virði, svo ég reyndi ekki að verja mig,“ seg­ir Zhang. „Pand­ann sleppti mér ekki fyrr en hann var bú­inn að tyggja á mér fót­legg­inn og kjaft­ur­inn á hon­um var all­ur löðrandi í blóði mínu.“

Starfs­menn dýrag­arðsins þurftu að nota tang­ir til að spenna upp læsta kjálka panda­bjarn­ar­ins. Eft­ir á sagði Zhang að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að pönd­ur væru svona grimm­ar. „Ég hélt alltaf að þær væru bara sæt­ir bangs­ar sem borðuðu bara bambus.“

Að sögn lækn­is­ins sem gerði að Zhang er vinstri fót­legg­ur hans sér­stak­lega illa far­inn. „Fólk held­ur gjarn­an að pönd­ur séu bara blíðar skepn­ur, en þær eru birn­ir, ekki kis­ur. Ef dýrið held­ur að því sé ógnað af mann­fólk­inu, þá get­ur það verið mjög hættu­legt.“

Þessi sami lækn­ir tal­ar af reynslu, því árið 2007 gerði hann að sár­um ann­ars fórn­ar­lambs Gu Gu, 15 ára drengs sem klifraði ofan í gröf­ina til að sjá dýrið bet­ur. Ári áður slasaðist drukk­inn ferðamaður þegar hann reyndi að faðma Gu Gu, en hann brást raun­ar við með því að bíta björn­inn til baka.

Zhang Jiao liggur á spítala með slæm pöndubit
Zhang Jiao ligg­ur á spít­ala með slæm pöndu­bit CNN
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir