Pandabjörn sem bítur frá sér

Pöndur eru elskaðar og dáðar í Kína
Pöndur eru elskaðar og dáðar í Kína Reuters

Pandan Gu Gu sem býr í Beijing dýragarðinum í Kína á það til að sýna á sér hliðar sem fæstir dýragarðgestir eiga von á þegar þeir standa í biðröð til að skoða þetta ástsæla þjóðardýr Kínverja. Nú síðast í þessari viku réðst Gu Gu í þriðja skipti að dýragarðsgesti og beit hann illa.

Gu Gu er reyndar ekki alls varnað, því í öllum tilfellum hafa fórnarlömbin verið komin ofan í gröfina hans í dýragarðinum. Nýjasta fórnarlambið, hinn 28 ára gamli Jiaou, útskýrði fyrir CNN fréttastöðinni að hann hefði fallið inn í pöndugröfina þegar hann reyndi að grípa lítinn pöndubangsa sem sonur hans kastaði frá sér.

Girðingin umhverfis pöndukröfuna er nokkuð há og Zhang komst ekki upp úr henni aftur að sjálfsdáðum. Þá var það sem Gu Gu réðist á hann og sökkti tönnunum í fótleggi hans. „Pandan er þjóðargersemi sem ég elska og virði, svo ég reyndi ekki að verja mig,“ segir Zhang. „Pandann sleppti mér ekki fyrr en hann var búinn að tyggja á mér fótlegginn og kjafturinn á honum var allur löðrandi í blóði mínu.“

Starfsmenn dýragarðsins þurftu að nota tangir til að spenna upp læsta kjálka pandabjarnarins. Eftir á sagði Zhang að hann hefði aldrei getað ímyndað sér að pöndur væru svona grimmar. „Ég hélt alltaf að þær væru bara sætir bangsar sem borðuðu bara bambus.“

Að sögn læknisins sem gerði að Zhang er vinstri fótleggur hans sérstaklega illa farinn. „Fólk heldur gjarnan að pöndur séu bara blíðar skepnur, en þær eru birnir, ekki kisur. Ef dýrið heldur að því sé ógnað af mannfólkinu, þá getur það verið mjög hættulegt.“

Þessi sami læknir talar af reynslu, því árið 2007 gerði hann að sárum annars fórnarlambs Gu Gu, 15 ára drengs sem klifraði ofan í gröfina til að sjá dýrið betur. Ári áður slasaðist drukkinn ferðamaður þegar hann reyndi að faðma Gu Gu, en hann brást raunar við með því að bíta björninn til baka.

Zhang Jiao liggur á spítala með slæm pöndubit
Zhang Jiao liggur á spítala með slæm pöndubit CNN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir