Yfirmenn ferðamála í Ástralíu auglýsa nú eftir starfsmanni sem er reiðubúinn að vinna á hitabeltiseyju sem er skammt frá ströndum Queensland. Þeir segja að þetta sé „besta starf í heimi“.
Þeir sem sækja um þurfa ekki að hafa lokið formlegri menntun, en þeir verða hins vegar að vera reiðubúnir að synda, kafa og sigla.
Þeir munu hljóta að launum um 13 milljónir kr. (150.000 ástralska dali) fyrir hálfs árs starf, auk þess sem þeir fá að búa í þriggja herbergja glæsihýsi með sundlaug. Þá þurfa ekki að greiða leigu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
„Þetta hljómar ekki svo illa, er það nokkuð? Við erum að leita eftir einhverjum sem getur sagt sögur af Kóralrifinu mikla og við höfum búið til það sem við höldum að sé besta starf í heimi,“ segir Anthony Hayes, framkvæmdastjóri Ferðamálastofu Queensland.
Starfið er auglýst sem „umsjónarmaður“ Hamilton-eyju, sem tilheyrir Whitsunday-eyjaklasanum.
Starfsmaðurinn þar einvörðungu að vinna 12 tíma á mánuði. Hann á m.a. að gefa mörg hundruð fisktegundum að borða og sækja póstinn.
Þá á starfsmaðurinn að búa til bloggsíðu, halda úti myndadagbók og setja út myndbönd í því skyni að lokka ferðamenn til eyjunnar.
Umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins um besta starf í heimi.