Grínfrétt tekin alvarlega

Skór á mynd af George Bush.
Skór á mynd af George Bush. Reuters

Eistlendingar gátu í dag hlegið að nágrönnum sínum í austri eftir að rússneskir fréttamiðlar sögðu fréttir af því að skóbann hefði verið sett á eistneska blaðamenn vegna skókastsmálsins á blaðamannafundi George W. Bush, Bandaríkjaforseta í Írak.

„Það virðist sem við lifum nú á gersamlega húmorslausum tímum," sagði tímaritið Eesti Ekspress, sem birti upphaflegu „fréttina" í síðustu viku.  Sú frétt var raunar uppspuni og birtist í sérstökum dálki, sem ætlaður fyrir gamansemi af ýmsu tagi.

Rússneskir fjölmiðlar skildu hins vegar greinilega ekki grínið og í dag birtist fréttin á lenta.ru, einum af stærstu fréttavefjum Rússlands. Aðrir þarlendir fjölmiðlar tóku málið síðan upp.

Í grínfrétt  Eesti Ekspress sagði, að nýju reglurnar myndu taka gildi frá 1. febrúar. Þar var haft eftir  embættismanni, sem sagður var heita Needus (þýðir bölvun á eistnesku) að blaðamenn yrðu að koma berfættir inn á blaðamannafundi. Þeir myndu þó fá að leigja sér tréskó ef gólfkuldar yrðu miklir.

Tilefni fréttarinnar er atvik, sem varð í Bagdad 14. desember þegar íraskur fréttamaður kastaði skóm sínum á Bush Bandaríkjaforseta þegar hann hélt þar blaðamannafund. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir