Of feitur til að ættleiða

Bresk hjón fá ekki að ættleiða barn sökum þess hve feitur eiginmaðurinn er. Yfirvöld segjast óttast að maðurinn muni látast fyrir aldur fram.

Damien Hall er 185 cm á hæð og 155 kg. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) hans er er hærri en 42, sem þýðir að hann sé lífshættulega feitur.

Damien Hall, sem er 37 ára, og eiginkona hans Charlotte, sem er 31s árs, geta ekki eignast börn með eðlilegum hætti. Af þeim sökum ákváðu þau að kanna möguleikann á því að ættleiða barn og ræddu málið við borgarráðið í Leeds.

Yfirvöld komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að Damien verði að létta sig, þ.e. að ná líkamsþyngdarstuðlinum niður fyrir 40, eigi hjónin að fá tækifæri til að ættleiða barn.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég of feitur,“ sagði hann í samtali við breska ríkisútvarpið. „Það er erfitt að grennast þegar maður er undir álagi. Ég ligg ekki í leti í sófanum og ég borða ekki draslfæði á hverju kvöldi. Mér líður eins og ég hafi aðeins verið dæmdur á grundvelli þyngdar, en ekki á grunvelli þess sem er gott við okkur,“ segir hann.

„Við drekkum hvorki áfengi né reykjum, og við getum veitt barni hamingjuríkt og öruggt heimili.“

Í bréfi, sem borgarráð Leeds sendi hjónunum, kemur fram að ekkert verði af ættleiðingu þar sem ráðgjafar úr röðum heilbrigðisstéttarinnar hafi lýst áhyggjum yfir þyngd Damiens Halls. Mælist líkamsþyngdarstuðullinn yfir 40 fái viðkomandi ekki að ættleiða.

Hjónin segjast hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Það hafi verið ansi hart að fá neitun með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar