Selskapsleiga nýtur vaxandi vinsælda í Japan. Hægt er að leigja sér gæludýr, ættingja, pabba til að hjálpa börnum með heimalærdóminn, og æfingaeiginmenn fyrir konur á leiðinni í hjónaband.
Afar vinsælt kaffihús í Japan sér um að gefa viðskiptajöfrum tækifæri til að spjalla við kvenkyns háskólanema. Það er ódýrara en að fara á fínni klúbba þar sem kaupsýslumenn og stjórnmálamenn drekka viský með konum sem klæðast kimono-sloppum og eiga slíkir klúbbar nú undir högg að sækja.
Þá sækja margir í þjónustu fyrirtækis nokkurs sem sérhæfir sig í að leigja fólki ættingja. Leikarar eru settir í hlutverk fjarskyldra ættingja í brúðkaupum og jarðarförum og fyrir aukagjald flytja þeir jafnvel ræður. Fyrirtækið getur einnig útvega einstæðum mæðrum tímabundna eiginmenn. „Pabbarnir“ hjálpa börnunum með lærdóminn, leysa úr nágrannadeilum og fylgja krökkunum í afmælisveislu eða í almenningsgarð. Þeir geta líka mætt í foreldraviðtöl í skólum.
Þá býðst konum, sem eru á leið í hnapphelduna, að æfa sig fyrir eiginkonuhlutverkið með því að leigja sér eiginmenn. Og virðist hjónalífið ekki ganga upp er hægt að leigja sér móður til að ræða um vandamálin og kvíðann.
Gæludýr eru líka vinsæl til útleigu. Á sérstökum kaffihúsum er hægt að kaupa tíma með köttum og geta viðskiptavinirnir strokið köttunum og gælt við þá. Dýrin eru þrautþjálfuð og kölluð atvinnudýr. Höfði kettir ekki til þeirra sem vilja kaupa sér dýratíma er hægt að leigja sér hunda, kanínur eða jafnvel bjöllur.
Hundarnir eru afar vinsælir. Viðskiptavinir borga ákveðið tryggingargjald, sem þeir fá tilbaka þegar hundunum er skilað, og svo leigugjald. Þeir fá ólar, pappírsþurrkur og plastpoka og loks ráðleggingar um hvernig umgangast beri hundana. . That's when I know he's only a rental dog."