Selskapur til leigu

Ætli þessi sé leigður?
Ætli þessi sé leigður?

Sel­skaps­leiga nýt­ur vax­andi vin­sælda í Jap­an. Hægt er að leigja sér gælu­dýr, ætt­ingja, pabba til að hjálpa börn­um með heima­lær­dóm­inn, og æf­inga­eig­in­menn fyr­ir kon­ur á leiðinni í hjóna­band.

Afar vin­sælt kaffi­hús í Jap­an sér um að gefa viðskipta­jöfr­um tæki­færi til að spjalla við kven­kyns há­skóla­nema. Það er ódýr­ara en að fara á fínni klúbba þar sem kaup­sýslu­menn og stjórn­mála­menn drekka vi­ský með kon­um sem klæðast kimono-slopp­um og eiga slík­ir klúbb­ar nú und­ir högg að sækja.

Þá sækja marg­ir í þjón­ustu fyr­ir­tæk­is nokk­urs sem sér­hæf­ir sig í að leigja fólki ætt­ingja. Leik­ar­ar eru sett­ir í hlut­verk fjar­skyldra ætt­ingja í brúðkaup­um og jarðarför­um og fyr­ir auka­gjald flytja þeir jafn­vel ræður. Fyr­ir­tækið get­ur einnig út­vega ein­stæðum mæðrum tíma­bundna eig­in­menn. „Pabb­arn­ir“ hjálpa börn­un­um með lær­dóm­inn, leysa úr ná­granna­deil­um og fylgja krökk­un­um í af­mæl­is­veislu eða í al­menn­ings­garð. Þeir geta líka mætt í for­eldraviðtöl í skól­um.

Þá býðst kon­um, sem eru á leið í hnapp­held­una, að æfa sig fyr­ir eig­in­konu­hlut­verkið með því að leigja sér eig­in­menn. Og virðist hjóna­lífið ekki ganga upp er hægt að leigja sér móður til að ræða um vanda­mál­in og kvíðann.

Gælu­dýr eru líka vin­sæl til út­leigu. Á sér­stök­um kaffi­hús­um er hægt að kaupa tíma með kött­um og geta viðskipta­vin­irn­ir strokið kött­un­um og gælt við þá. Dýr­in eru þrautþjálfuð og kölluð at­vinnu­dýr. Höfði kett­ir ekki til þeirra sem vilja kaupa sér dýra­tíma er hægt að leigja sér hunda, kan­ín­ur eða jafn­vel bjöll­ur.

Hund­arn­ir eru afar vin­sæl­ir. Viðskipta­vin­ir borga ákveðið trygg­ing­ar­gjald, sem þeir fá til­baka þegar hund­un­um er skilað, og svo leigu­gjald. Þeir fá ólar, papp­írsþurrk­ur og plast­poka og loks ráðlegg­ing­ar um hvernig um­gang­ast beri hund­ana. . That's when I know he's only a rental dog."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir