Meiri áhyggjur af þyngd en krabba

Breskar konur vilja vera grannar.
Breskar konur vilja vera grannar. LUKE MACGREGOR

Breskar konur hafa meiri áhyggjur af því að þyngjast og eldast en af því að frá krabbamein, að því er niðurstöður rannsóknar, sem birtar voru í morgun, sýna.

Streita olli líka meiri áhyggjum en hinn mögulega banvæni sjúkdómur, krabbamein, en innan við 2% kvenna höfðu mestar áhyggjur af því að krabbamein gæti haft skaðleg áhrif á heilsuna. Könnunin náði til 1.000 kvenna.

Niðurstöðurnar þykja gefa gagnrýni á að fjölmiðlar þrýsti á konur að vera ungar og grannar aukið vægi. Þrýstingur í þá átt þykir hafa óheillavænleg áhrif á viðhorf kvenna til heilsu sinnar.

„Endalaust dynja á konum myndir af því sem virðist vera fullkominn líkami þrátt fyrir að þær hafi varla tíma til að setjast niður og ná andanum,“ er haft eftir Sarah Jarvis, sérfræðingi í heilbrigðismálum.

„Því miður eru konur svo uppteknar af því að standa undir væntingum samfélagsins á meðan þær eru ungar að það getur haft áhrif á heilsu þeirra í framtíðinni.“ Um 25% allra kvennanna sögðu þyngd vera aðaláhyggjuefni sitt. Konurnar höfðu næstmestar áhyggjur af því að eldast og þar á eftir kom streita.

Að síðustu voru konurnar áhyggjufullar yfir krabbameini, hjartasjúkdómum og ófrjósemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir