Segir lesblindu afsökun menntakerfisins

Gra­ham Str­in­ger, þingmaður breska Verka­manna­flokks­ins hef­ur lýst því yfir að hann telji les­blindu vera til­bún­ing sem mennta­kerfið hafi fundið upp til að breiða yfir lé­leg­an ár­ang­ur í lest­ar- og skift­ar­kennslu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Sky. 

Í grein sem birt er í blaðinu Manchester Con­fi­dental seg­ir Str­in­ger að eyða eigi les­blinduiðnaðinum með því galdra­vopni að  kenna börn­um lest­ur og skrift með aðferð sem bygg­ir á grein­ingu hljóða. Þá seg­ir hann að les­blindu hafi þegar verið út­rýnt í Vest­ur Dun­bart­ons­hire þar sem ólæsi hafi verið eytt með um­ræddri aðferð.

„Sé les­blinda raun­veru­leg þá væri ekki mögu­legt að ná fram allt að 100% læsi í lönd­um sem eru jafn ólík hvort öðru og Ník­aragua og Suður-Kórea,” seg­ir hann. „Það get­ur ekki verið nein rök­fræðileg skýr­ing á því hvers vegna slíkt heil­kenni sé jafn al­gengt í Bretlandi og haldið er fram en ekki í Suður-Kór­eu og Ník­aragua.”

Stin­ger seg­ir jafn­framt að mennta­kerfið hvetji til slæl­egs ár­ang­urs í lestri og skrift, m.a. með því að veita slík­um nem­end­um meiri tíma í próf­um en öðrum nem­end­um. Þá seg­ist hann ekki geta sætt sig við að sam­fé­lagið líti á ólæsi sem eðli­leg­an hlut.

„Ég veit ekki um aðra en ég vil að lækn­ar mín­ir og verk­fræðing­ar, kenn­ar­ar, tann­lækn­ar og lög­reglu­menn, ef út í það er farið, geti lesið og skrifað,” seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell