Segir lesblindu afsökun menntakerfisins

Graham Stringer, þingmaður breska Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir að hann telji lesblindu vera tilbúning sem menntakerfið hafi fundið upp til að breiða yfir lélegan árangur í lestar- og skiftarkennslu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. 

Í grein sem birt er í blaðinu Manchester Confidental segir Stringer að eyða eigi lesblinduiðnaðinum með því galdravopni að  kenna börnum lestur og skrift með aðferð sem byggir á greiningu hljóða. Þá segir hann að lesblindu hafi þegar verið útrýnt í Vestur Dunbartonshire þar sem ólæsi hafi verið eytt með umræddri aðferð.

„Sé lesblinda raunveruleg þá væri ekki mögulegt að ná fram allt að 100% læsi í löndum sem eru jafn ólík hvort öðru og Níkaragua og Suður-Kórea,” segir hann. „Það getur ekki verið nein rökfræðileg skýring á því hvers vegna slíkt heilkenni sé jafn algengt í Bretlandi og haldið er fram en ekki í Suður-Kóreu og Níkaragua.”

Stinger segir jafnframt að menntakerfið hvetji til slælegs árangurs í lestri og skrift, m.a. með því að veita slíkum nemendum meiri tíma í prófum en öðrum nemendum. Þá segist hann ekki geta sætt sig við að samfélagið líti á ólæsi sem eðlilegan hlut.

„Ég veit ekki um aðra en ég vil að læknar mínir og verkfræðingar, kennarar, tannlæknar og lögreglumenn, ef út í það er farið, geti lesið og skrifað,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach